Fiskistofa hefur lokið álagningu gjalds vegna ólögmæts afla strandveiðibátaá síðustu vertíð og nemur það samtals tæplega 11 milljónum króna. Álagningarnar eru 632 talsins. Gjaldið rennur í Verkefnasjóð sjávarútvegsins.
Þegar um strandveiðar ræðir er lagt á gjald sem nemur verðmæti þess afla sem var umfram 650 þorskígildiskíló í veiðiferð, skipt hlutfallslega eftir tegundum. Lagt var á fyrir hvern mánuð fyrir sig og hverjum báti sem lenti í álagningu send tilkynning þess efnis fyrir hvern mánuð, s.s. ein tilkynning á bát óháð fjölda veiðiferða þar sem afli var yfir 650 þorskígildiskíló í mánuði.
Meðalálagning á þá báta sem lönduðu ólögmætum afla var á bilinu 13.000-21.000 á mánuði, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.