Aukning varð í sölu á fiskmörkuðum á Íslandi á síðasta ári. Salan fór úr 91.500 tonnum árið 2011 í rúm 102 þúsund tonn, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Í verðmætum talið jókst salan milli ára úr um 26 milljörðum króna í um 28,7 milljarða, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Reiknistofu fiskmarkaða.
Aukning milli ára í tonnum talið er um 11,6% en aukning í verðmætum um 10,3%.
Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.