Áætlað er að afli þeirra skipa sem Íslendingar koma að útgerð á erlendis nemi yfir 500 þúsund tonnum á ári að verðmæti meira en 100 milljarðar króna. Alls eru skipin á milli 60 og 70.
Þetta kom fram í erindi Kristjáns Hjaltasonar á Sjávarútvegsráðstefnunni á dögunum. Fiskifréttir hafa rýnt nánar í þessi mál og kemur ekki á óvart að Samherji skuli vera langumsvifamesta íslenska fyrirtækið í útgerð á erlendri grund.
Fiskifréttir hafa kortlagt hverjir koma við sögu í útgerð erlendis og hvar á hnettinum.
Sjá í nýjustu Fiskifréttum sem komu út í dag.