Verkefnið 100% Fish, sem er á vegum Sjávarklasans og lýtur að því að örva og hvetja til fullnýtingar og sjálfbærni í sjávarútvegi, hefur verið tilnefnt til The Earth Shot Prize 2024.

Vilhjálmur Bretaprins stofnaði til The Earth Shot Prize á árinu 2020. Verðlaununum er ætlað að styrkja framúrskarandi nýsköpunarverkefni sem takast á við stærstu áskoranir í umhverfismálum sem mannkynið stendur frammi fyrir.

„Þessi tilnefning er auðvitað partur af því að segja að við séum á réttri leið og hjálpar okkur auðvitað mjög mikið á alþjóðavettvangi,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.

Tilnefningin verður lyftistöng

„Við erum mest ánægð með að er fullt af fólki sem er farið að tileinka sér þetta í okkar samstarfi, allt frá 100 Percent Pledge verkefninu í Bandaríkjunum og yfir til Namibíu þar sem World Economic Forum er að setja upp klasa eins og okkar. Þeirra mottó er líka að vinna að fullnýtingu,“ segir Þór.

Starfi 100% Fish fylgir samstarf við bæði stofnanir og fyrirtæki á Íslandi. Þór segir að vonast sé til þess að tilnefningin til verðlaunanna verði til þess að Íslendingar sem séu í fararbroddi er komi að hringrásarhagkerfi í sjávarútvegi geti selt enn meiri ráðgjöf og búnað til erlendra kaupenda.

Handa öllu fólkinu hér heima

„Nú eru allir að tala um hringrásarhagkerfið. Við Íslendingar erum búnir að vera að vinna í hringrásarhagkerfi sjávarútvegsins í miklu lengri tíma en höfum aldrei kallað það hringrásarhagkerfi, við höfum bara gert þetta vegna þess að í þessu eru verðmæti,“ undirstrikar Þór. Það sé hugsun sem enn sé framandi fyrir mörgum erlendis sem fleygi miklu sem hér eru sköpuð verðmæti úr.

Að sögn Þórs er tilnefningin til handa Íslandi og öllu því fólki hérlendis sem leggi hönd á plóginn.

„Ég legg áherslu á að við erum í raun að segja sögu frá Íslandi sem er einfaldlega um það hvað Matís er að gera frábæra hluti, hvað háskólarnir hafa verið að gera frábæra hluti, hvað mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa gert fína hluti. Og við erum að ýta á að það verði gert meira,“ segir Þór Sigfússon.

Verkefnið 100% Fish, sem er á vegum Sjávarklasans og lýtur að því að örva og hvetja til fullnýtingar og sjálfbærni í sjávarútvegi, hefur verið tilnefnt til The Earth Shot Prize 2024.

Vilhjálmur Bretaprins stofnaði til The Earth Shot Prize á árinu 2020. Verðlaununum er ætlað að styrkja framúrskarandi nýsköpunarverkefni sem takast á við stærstu áskoranir í umhverfismálum sem mannkynið stendur frammi fyrir.

„Þessi tilnefning er auðvitað partur af því að segja að við séum á réttri leið og hjálpar okkur auðvitað mjög mikið á alþjóðavettvangi,“ segir Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans.

Tilnefningin verður lyftistöng

„Við erum mest ánægð með að er fullt af fólki sem er farið að tileinka sér þetta í okkar samstarfi, allt frá 100 Percent Pledge verkefninu í Bandaríkjunum og yfir til Namibíu þar sem World Economic Forum er að setja upp klasa eins og okkar. Þeirra mottó er líka að vinna að fullnýtingu,“ segir Þór.

Starfi 100% Fish fylgir samstarf við bæði stofnanir og fyrirtæki á Íslandi. Þór segir að vonast sé til þess að tilnefningin til verðlaunanna verði til þess að Íslendingar sem séu í fararbroddi er komi að hringrásarhagkerfi í sjávarútvegi geti selt enn meiri ráðgjöf og búnað til erlendra kaupenda.

Handa öllu fólkinu hér heima

„Nú eru allir að tala um hringrásarhagkerfið. Við Íslendingar erum búnir að vera að vinna í hringrásarhagkerfi sjávarútvegsins í miklu lengri tíma en höfum aldrei kallað það hringrásarhagkerfi, við höfum bara gert þetta vegna þess að í þessu eru verðmæti,“ undirstrikar Þór. Það sé hugsun sem enn sé framandi fyrir mörgum erlendis sem fleygi miklu sem hér eru sköpuð verðmæti úr.

Að sögn Þórs er tilnefningin til handa Íslandi og öllu því fólki hérlendis sem leggi hönd á plóginn.

„Ég legg áherslu á að við erum í raun að segja sögu frá Íslandi sem er einfaldlega um það hvað Matís er að gera frábæra hluti, hvað háskólarnir hafa verið að gera frábæra hluti, hvað mörg fyrirtæki í sjávarútvegi hafa gert fína hluti. Og við erum að ýta á að það verði gert meira,“ segir Þór Sigfússon.