Hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum í Noregi féllu í verði í dag strax eftir að Rússar tilkynntu um innflutningsbann á matvælum, þar með talið fiski, frá Banda­ríkj­un­um, ESB, Ástr­al­íu, Kan­ada og Nor­egi, samkvæmt frétt í norska ríkisútvarpinu.

Lækkun hlutabréfa nemur 7 til 10% í nokkrum þekktum norskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Í einstaka tilvikum er talað um að bréfin séu í frjálsu falli. Fullyrt er að markaðsvirði hlutabréfa hafi nú þegar lækkað um nokkra milljarða norskra króna.

Á síðasta ári fluttu Norðmenn út lax til Rússlands fyrir 4,2 milljarða (77 milljarða ISK), svo dæmi sé tekið. Það sem af er þessu ári nemur útflutningur á fiski til Rússlands um 3,3 milljörðum króna (60 milljörðum ISK) af 37,6 milljarða útflutningi (690 milljarða ISK). Rússneski markaðurinn er því næstum 10% af heildarútflutningi norskra sjávarafurða.