Stofnvísitala ýsu lækkaði í nýafstöðnu togararalli um fjórðung frá mælingunni 2009 og er nú einungis rúmlega þriðjungur af meðaltali áranna 2003-2007 þegar hún var í hámarki. Lækkunin er í samræmi það að stóri árgangurinn frá 2003 er að hverfa úr stofninum og minni árgangar að koma í staðinn.
Lengdardreifing ýsunnar sýnir að flestir lengdarflokkar eru undir meðallagi í fjölda og ýsuárgangarnir frá 2008 og 2009 virðast vera lélegir. Hlutfallslega mest er af 30-40 cm ýsu sem er 3 ára.
Ýsan veiddist á landgrunninu allt í kringum landið og minnkandi magn ýsu virðist ekki bundið við einstök svæði. Holdafar og lifrarstuðull ýsunnar var eins og undanfarin ár fremur lélegt fyrir norðan land, en með betra móti fyrir sunnan.
Þetta kemur fram í frétt frá Hafrannsóknastofnun. Sjá nánar HÉR