Íbúar Grimsby eru hrifnir af ýsu og leggja sér varla nokkurn annan fisk sér til munns. Ekki er boðið upp á annað en ýsu á Fish & chips stöðum þar í borg.

Til að tryggja að fiskurinn sem er á boðstólum F&C stöðum sé ýsa var fyrir skömmu gerð víðtæk könnun á hráefninu í réttinum á nokkrum veitingahúsum í Grimsby.

Hráefnið var sent í DNA próf og í öllum tilfellum reyndist það vera ýsa.

Könnunin er liður í að fylgjast með hráefni í matvælum og hluti af stærri rannsókn sem var sett af stað þegar upp komst um sölu á hrossakjöti frá Austur-Evrópu í stað nautakjöts.