Sem kunnugt er hafa bátar um nokkurt skeið átt í vandræðum með að eiga nægan ýsukvóta fyrir þeim meðafla af ýsu sem veiðist eftir að heildarýsuúthlutunin var skorin niður.
Þetta endurspeglast í ýsuaflanum sem landað var sem VS-afla á síðasta fiskveiðiári.
Alls var 912 tonnum landað með þessum hætti samanborið við 301 tonn fiskveiðiárið á undan.
Samtals var landað 2.716 tonnum sem VS-afla á sl. fiskveiðiári samanborið við 2.339 tonn fiskveiðiárið 2011/2012. Sá afli er seldur á fiskmarkaði og rennur hluti af andvirði hans til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins eins og nafnið bendir til.
Vakin er athygli á þessu á vef LS.