Í gærdag stóð þyrla Landhelgisgæslunnar TF-EIR dragnótabát að meintum ólöglegum veiðum.

Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar en báturinn var að veiðum á svæði þar sem dragnótaveiðar eru ekki heimilar vestur af Sandgerði samkvæmt reglugerð um friðun hrygningarþorsks.

Bátnum var vísað til hafnar þar sem lögreglan tók á móti honum og verður málið til meðferðar hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.