Öflugur liðsauki víðsvegar að úr heiminum hefur borist höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar að því er segir á vef stofnunarinnar. Þar segir að nemendur UNESCO GRÓ Sjávarútvegsskólans hafi nýlega komið til landsins til að sinna hálfs árs námi í sjávarútvegs- og ferskvatnsfræðum af ýmsu tagi.

„Þróunarsamvinnumiðstöðin, sem skólinn er hluti af, heitir fullu nafni GRÓ - Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekk­ingar í þróunarlöndum. Námið er styrkt af ríkisstjórn Íslands og hýst hjá Hafrannsóknastofnun.

Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu og er sjálfstæð miðstöð um uppbyggingu færni og þekk­ingar í þróunarlöndum. Námið er styrkt af ríkisstjórn Íslands og hýst hjá Hafrannsóknastofnun.

Umfangsmesti þátturinn í starfsemi Sjávarútvegsskólans er sex mánaða nám sem haldið er á hverjum vetri fyrir sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróunarlöndum. Í náminu eru nemendurnir, sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði, efldir faglega og búnir undir beita áhrifum sínum á sínu fagsviði í sínu heimlandi þegar náminu er lokið.

Á þessum námsvetri komu 23 nemendur frá 14 löndum frá Karíbahafi, Afríku, Asíu og Kyrrahafi; 12 konur og 11 karlar. Fyrirkomulag námsins er með þeim hætt að þriðjungur nemenda hafa valið sér þrenns konar sérhæfingu; mats og vöktun ferskvatnsauðlinda, sjálfbært fiskeldi og gæðastjórnun og sjávarútvegsstefnumótun og stjórnun,“ segir á vef Hafrannsóknastofnunar.