Bókanir sýningarrýmis á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011, sem haldin verður í Kópavogi í september næstkomandi, eru talsvert meiri nú en á sama tíma fyrir þremur árum þegar sjávarútvegssýning var síðast haldin.

Undirbúningur að Íslensku sjávarútvegssýningunni 2011, sem haldin verður í Fífunni og Smáranum í Kópavogi 22.-24. september næstkomandi, er vel á veg kominn. ,,Það er greinilega aukinn áhugi á þátttöku sem sýnir að athyglin hefur nú aftur beinst að fiskveiðum og fiskvinnslu. Nú vantar innan við 15% upp á að við höfum ráðstafað öllu því sýningarrými sem selt var fyrir sýninguna árið 2008,” sagði Marianne Rasmussen framkvæmdastjóri Íslensku sjávarútvegssýningarinnar í samtali við Fiskifréttir.

Fram kom í máli hennar að ákveðið hefði verið að Danmörk, Noregur, Færeyjar og Bretland yrðu með sérstaka þjóðarbása hvert um sig og fyrirspurnir hefðu borist frá Ítalíu og Kína um möguleika á að fá rými fyrir slíka bása. Alls er vitað af sýnendum frá 20 löndum sem leigja munu rými á sýningunni.

Nánar um málið í Fiskifréttum.