Samkvæmt Fiskistofu voru 805 bátar komnir með leyfi til strandveiða í gær og af þeim höfðu 561 þegar hafið veiðar.

Þorskafli á fyrstu fimm dögum er kominn yfir 800 tonn, að meðaltali 123 tonn á dag. Mestur var aflinn þriðjudaginn 6. maí. Meðaltalsafli á bát eru 633 kg, samkvæmt upplýsingum sem koma fram á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.