Vísir í Grindavík mun nota nýjar, umhverfisvænar neytendapakkningar fyrir íslenskan fisk á Bandaríkjamarkaði, nái vinningstillögur í Hnakkaþoni HR og SFS, útflutningskeppni sjávarútvegsins, fram að ganga, að því er fram kemur í frétt frá Háskólanum í Reykjavík.
Úrslit keppninnar voru kynnt um helgina. Sigurliðið skipa nemendur í fjármálaverkfræði og viðskiptafræði, þeir Bjarki Þór Friðleifsson, Fannar Örn Arnarsson, Jóhannes Hilmarsson, Ómar Sindri Jóhannsson og Sigurður Guðmundsson. Hópurinn mun heimsækja Seafood Expo North America, stærstu sjávarútvegssýningu N-Ameríku í Boston í mars, í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.
© Aðsend mynd (AÐSEND)