Vinnslustöðin hf. hefur undirritað samning um kaup á 35% hlutafjár í Ufsabergi-útgerð ehf. sem gerir út togskipið Gullberg VE. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki stjórnar Vinnslustöðvarinnar og fjármögnun.

Gangi kaupin í gegn mun Vinnslustöðin taka yfir rekstur skipsins síðar á árinu. Kaupverð hlutafjárins er trúnaðarmál. Togskipið Gullberg var keypt til landsins á vormánuðum 2007, en það var smíðað í Noregi árið 2000. Kauphöllin skýrði frá þessu.