MSC vottun á gullkarfa frá Íslandi veldur því að Þjóðverjar hafa komið til baka sem kaupendur, að því er fram kemur í ítarlegri frétt á vef Undercurrentnews. Þýski markaðurinn þarf þó að keppa um karfann við kaupendur í Asíu.

Gullkarfinn fékk vottunina í október og voru þetta jafnframt fyrstu karfaveiðarnar í heiminum sem hljóta þessa vottun. Smásalar og smásölukeðjur í Þýskalandi sýna karfanum mikinn áhuga.

Íslenskur karfi hafði eitt sinn um 56% markaðshlutdeild í Þýskalandi en hlutur hans var kominn niður í 1,7%. „Karfinn hafði tapað markaðshlutdeild sinni í Þýskalandi af því að hann hafði ekki vottun um sjálfbærar veiðar,“ segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri hjá HB Granda, í samtali við Undercurrentnews.

Góð eftirspurn er eftir karfa í Japan og Kína og kaupendur þar borga hærra verð en fæst í Þýskalandi. Íslenskir útflytjendur vonast þó til að  þýski markaðurinn verði samkeppnisfær í verðum.

Sjá nánar HÉR .