Rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson er nú í árlegum vorleiðangri þar sem fylgst er með ástandi sjávar, næringarefnabúskap og gangi plöntu- og dýrasvifs umhverfis landið.
Mælingar á þessum þáttum að vori hafa verið gerðar árlega í yfir sextíu ár. Athuganir er gerðar á föstum staðsetningum og þannig hafa safnast gríðarlega verðmætar tímaraðir af breytingum á vistfræði sjávar. Að auki er á nokkrum stöðum safnað upplýsingum um kolefnabúskap sjávar og eru þær tímaraðir einar þær lengstu í heiminum af mælingum á koldíoxiði í sjó.
Sjá nánar á www.hafro.is