,,Ég hef verið mjög ósáttur við skiptinguna á makrílkvótanum og tel að vitlaust sé gefið í þessu spili miðað við allar eðlilegar forsendur,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri G. Run hf. í Grundarfirði í samtali við Fiskifréttir.

,,Ég geri ekki athugasemd við að flokkur uppsjávarskipa með aflareynslu fái rúmlega 70% kvótans í sinn hlut, en það er afar sérkennilegt að frystitogaraflotinn skuli fá megnið af afgangi kvótans eða yfir 30 þúsund tonn. Allur ísfiskskipa- og bátafloti Íslands má svo láta sér lynda rúm 8 þúsund tonn. Þó hefur skipum fjölgað í þessum flokki úr rúmlega 50 í rúmlega 80 milli ára sem þýðir að kvóti á hvert skip er næstum helmingi minni í ár en í fyrra.“

Sjá nánar viðtal við Guðmund Smára í Fiskifréttum.