Íslenski sjávarklasinn, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslensk nýorka efna til samkeppni til að stuðla að auknum áhuga á umhverfisvænum lausnum og nýsköpun í tengslum við orkunotkun, skipatækni, veiðarfæri og annan tækni- og hugbúnað um borð í skipum. Markmiðið með samkeppninni er að leita að hugmyndum um hvernig draga megi úr umhverfisáhrifum skipaútgerðar,

Ein mikilvægasta áskorunin í sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi er að gera skip og skipasiglingar umhverfisvænni.

Lýsing

• Samkeppnin nær yfir allar hugmyndir sem miða að því að draga úr orkunotkun skipa eða því að auka hlut annarra orkugjafa en jarðefnaeldsneytis.

• Endurbætur eða breytt hönnun skipa koma þannig til greina og hugmyndir sem stuðlað geta að orkusparnaði eða orkuskiptum skipa.

• Hugmyndirnar geta einnig snúist um umhverfisvænar lausnir um borð í skipum, t.d. breyta hönnun eða nýja tegund veiðarfæra, upplýsingatækni o.þ.h. sem stuðlað getur að orkuspanaði um borð.

• Hvatt er til samvinnu milli ólíkra aðila um heildstæðar lausnir.

• Ætlunin er að fá fram fjölbreyttar hugmyndir um hvernig hægt er að draga úr umhverfisáhrifum skipa.

• Skip getur í þessu samhengi verið allt frá litlum skemmtibát til stórs togara og umhverfisvænt getur t.a.m. átt við orkunotkun, hönnun, efni og meðferð afurða.

• Ekki er nauðsynlegt að skila inn nákvæmum teikningum eða útfærslum – heldur er fyrst og fremst kallað eftir nýjum hugmyndum um það hvernig hægt er að gera skip vistvænni.

Sjá nánar HÉR.