Norskum loðnusjómönnum þykir vistin dauf á Íslandsmiðum, að því er fram kemur á vef síldarsamlagsins norska.

Þar segir að fyrsta norska loðnuskipið sem kom á Íslandsmið hafi fengið smáafla austur af Langanesi en síðan ekki söguna meir. Nú séu fimm norsk skip að leita loðnu sunnar. Alls hafa 11 norsk loðnuskip tilkynnt sig til veiða hér við land.

Í fyrra kom fyrsta norska skipið með loðnuafla til Noregs af Íslandsmiðum 19. janúar. Í lok mánaðarins höfuð norsku skipin veitt um 23.800 tonn.