Skip Vísis í Grindavík eru með mesta veiðireynslu í blálöngu síðastliðin þrjú ár. Þau veiddu samtals 3.885 tonn, eða 28% af heildarveiðinni. Blálanga er ein af þremur nýjum fisktegundum sem verða kvótasettar á næsta fiskveiðiári.
Þorbjörn í Grindavík er í öðru sæti með um 13% hlutdeild í veiðunum og Ós í Vestmannaeyjum, sem gerir út Þórunni Sveindóttur VE, er í þriðja sæti með rúm 7%.
Þórunn Sveinsdóttir VE veiddi mest af blálöngunni á tímabilinu eða 1.001 tonn. Jóhanna Gísladóttir ÍS kemur næst á eftir með 981 tonn.
Á viðmiðunartímanum sl. þrjú ár hafa veiðst alls 13.738 tonn af blálöngu eða um 4.580 tonn að meðaltali á fiskveiðiári. Heildarkvótinn á næsta fiskveiðiári verður 2.400 tonn.
Sjá nánar úttekt í nýjustu Fiskifréttum.