Langa laxsíld (Notoscopelus kroyeri) er ein af algengustu tegundum miðsjávarfiska í kringum Ísland en hún hefur verið lítið rannsökuð hingað til. Öflun þekkingar á líffræði tegundarinnar er forsenda sjálfbærar nýtingu hennar í framtíðinni. Sagt er frá þessu á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar.

Rannsóknaverkefni um miðsjávarlífríkið

Hafrannsóknastofnun hefur á síðustu árum verið þátttakandi í tveimur alþjóðlegum rannsóknaverkefnum styrktum af Evrópusambandinu um miðsjávarlífríkið. Miðsjávarlífríkið samstendur af fjölbreyttum lífverum og miklum lífmassa sem mögulega mætti nýta við veiðar. Þar á meðal eru margar tegundir miðsjávarfiska. Þeir lifa á milli 200 til 1000 m dýpi og sýna lóðrétta dægurfar, þ.e.a.s. þeir fara upp á um 200-400 m dýpi á nóttunum til að nærast en finnast dýpra á daginn til að forðast afræningja.

Langa laxsíld.
Langa laxsíld.

Nýtist við mat á afráni

Afrakstur annars þessa verkefna er meðal annars ný vísindagrein um líffræði löngu laxsíld. Lengdar- og aldursdreifingu var meðal annars rannsökuð á fiskum sem safnað var árin 2020 og 2021.

Greint var á milli þriggja mismunandi lengdarhópa í sýnunum (Mynd 1a,b) sem samsvaraði þremur mismunandi aldurshópum. Stærstu fiskarnir voru þannig frá 4-9 ára gamlir. Samband milli kvarna- og fisklengdar var einnig ákvarðað sem nýtist við að meta afrán á tegundinni eftir lengd þegar einungis kvarnir eru að finna í magainnihaldi afræningja.

Efni greinarinnar byggir á meistaraverkefni Charlotte Matthews við Háskóla Íslands. Meðhöfundar hennar sem eru allir starfandi sérfræðingar á Hafrannsóknastofnun voru leiðbeinendur í verkefninu. Charlotte stundar nú doktorsnám við Memorial University á Nýfundnalandi í Kanada þar sem hún er enn að rannsaka miðsjávarfiska og reyna að meta mikilvægi þeirra í vistkerfinu. Greinina alla má lesa á ensku hér.