Sjómannasamband Ísland vísar á bug kröfu útgerðamanna um verulega lækkun launa sjómanna vegna veiðigjalda og annars rekstrarkostnaðar útgerðarinnar, að því er fram kemur í ályktun þings SSÍ sem haldið var 4. til 5. desember.

Þingið ályktaði um fjöldamörg mál. Meðal annars er þess krafist að Alþingi Íslendinga sjái til þess að viðskipti með fisk milli útgerðar og fiskvinnslu verði gagnsæ og uppfylli skilyrði um heilbrigða samkeppni og góða viðskiptahætti.

SSÍ mótmælir harðlega þeirri tilhneigingu einstakra útgerðarmanna að fækka í áhöfn skipa á kostnað öryggis skipverja. Sjá ályktanir þingsins HÉR .

Á þinginu var Valmundur Valmundsson frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum kosinn formaður sambandsins næstu tvö árin eins og fram hefur komið í Fiskifréttum. Sævar Gunnarsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannsstarfa.

Hér má stjórn SSÍ næstu tvö árin.