Tilraunir eru nú að hefjast í Noregi með framleiðslu á rafmagni í gömlu fiskiskipi, að því er fram kemur á vef danska ríkissjónvarpsins.
Byggðir hafa verið fjórir uppmjóir tankar í og framúr stefni skipsins og er ætlunin að virkja bylgjuhreyfingar sjávar. Vatnssúlur sem fara upp og niður í hverjum tanki í takt við ölduhreyfingarnar knýja rafala sem framleiða rafmagnið.
Það eru fyrirtækin Kvernevik Engineering AS og Havkraft AS sem standa að þessum tilraunum. Talið er að skipið geti framleitt rafmagn sem dugir fyrir um 1.000 heimili á ári.
Sjá nánar HÉR .