Síðasta mánuðinn hefur verið ævintýraleg ýsuveiði á Tromsö-flakinu í Barentshafi. Yfir 40 togarar og línubátar hafa verið á svæðinu þegar flotinn hefur verið stærstur.

Á vef samtaka norskra útvegsmanna (Fiskebåt) er haft eftir Jon Kåre Storås skipstjóra á frystitogaranum Ramoen að þeir hafi unnið allt upp í 26 tonn af flökum á sólarhring þar um borð og sé ýsan af fínustu gæðum.

Á vefsíðunni segir að þótt framboðið af ýsu hafi aukist í kjölfar þessarar miklu veiði hafi ýsuverðið ekki látið undan. Ástæðan sé sú að Rússar hafi átt í vandræðum með að koma ýsa inn á Evrópumarkaðinn vegna reglna ESB um veiðivottorð.