Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur keypt frystitogarann Rex HF til veiða og vinnslu á uppsjávarfiski. Skipið hefur hlotið nafnið Gandí VE-171.
,,Það sem vakir fyrst og fremst fyrir okkur er að fá öflugt skip til að frysta makríl um borð,” segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í samtali við Fiskifréttir.
Skipið var smíðað í Noregi árið 1986, en Sæblóm ehf. keypti það á sínum tíma til veiða á uppsjávarfiski við strendur Marokkó. Skipið er um 50 metra langt og 1.630 brúttótonn að stærð.
Nánar segir frá áformum um skipið í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.