Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hefur ákveðið að segja upp 41 starfsmanni í hagræðingarskyni og setja Gandí VE á söluskrá. Gripið er til þessara aðgerða í kjölfar stórhækkaðs veiðigjalds sem samþykkt var nýverið, en einnig vegna skerðinga aflaheimilda um 700 þorskígildistonn á næsta fiskveiðiári og skerðingar á makríl fyrir Gandí VE. Meðal þeirra sem sagt var upp var allri áhöfninni á Gandí VE, alls 30 manns og 11 manns í landvinnslu VSV í Vestmannaeyjum.

Stjórn VSV fól einnig framkvæmdastjóra félagsins að vinna að endurskoðun á rekstri félagsins með frekari hagræðingaraðgerðir í huga í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í íslenskum sjávarútvegi.

Sjá nánar fréttatilkynningu frá VSV á vef LÍÚ.