Flest okkar vilja ekki kaupa ferskan fisk sem er eldri en þriggja daga gamall. Ef neytendur vita hins vegar ekki hvenær fiskurinn var veiddur borða þeir hann með bestu lyst, jafnvel þótt hann sé miklu eldri.
Þetta eru niðurstöður úr athugun norsku matvælarannsóknastofnunarinnar Nofima. Í fyrstu voru 400 kaupendur á fiski í stórmarkaði spurðir um hversu margir dagar mættu líða frá því fiskur væri veiddur þar til hann væri keyptur ferskur. Aðeins 15% aðspurðra voru tilbúin til að kaupa fisk sem var eldri en fjögurra daga gamall.
Síðan voru 300 neytendur fengnir til að smakka á þorskum sem veiddur höfðu verið á mismunandi tímum. Fyrirfram vissi fólkið ekki hvað fiskurinn var gamall. Þá fannst langflestum að fiskur sem var veiddur fyrir allt að 13 dögum það góður að þeir voru tilbúnir að kaupa hann. Jafnvel voru 30% þátttakenda tilbúin til að kaupa 15 daga gamlan fisk en enginn var tilbúinn til að kaupa eldri fisk.
Niðurstaðan er sú að í Noregi og sjálfsagt víðar gera menn sér óraunsæjar væntingar um ferksleika fisksins sem þeir kaupa í verslunum. Í raun séu þeir tilbúnir að borða „gamlan“ fisk aðeins ef þeir vita ekki hversu gamall hann er.