Margt bendir til þess að með hjálp eftirlitsmyndavéla heyri brottkast hjá dönskum fiskibátum í Skagerrak sögunni til frá og með 1. janúar 2013, að því er fram kemur í frétt í danska ríkissjónvarpinu.
Danski matvælaráðherrann, Mette Gjerskov, hefur eyrnarmerkt 14 milljónir danskra króna (316 milljónir ISK) í verkefnið. Mette Gjerskov segir það vera mikilvægt að menn geri sér grein fyrir þeirri sóun sem felist í því kasta fiski í sjóinn. Því eigi að sjá til þess að fiskiskip komi með allan afla sinn í land. Því markmiði megi meðal annars ná með eftirlitsmyndavélum um borð.