Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins hefur samþykkt tillögur um að draga úr áhrifum af fiskveiðum skipa ESB í fiskveiðilögsögum erlendra ríkja, að því er fram kemur á vefnum Fishupdate.com

ESB-skip veiða um 1,2 milljónir tonna á ári í lögsögu erlendra ríkja sem er um fjórðungur af heildarveiði ESB-flotans. Aðgengi að þessum fjarlægu miðum kostar evrópska skattgreiðendur 160 milljónir evra á ári (25,6 milljarða ISK). Þessi fjárhæð er um 17% því sem ESB ver til fiskveiðimála.