Samtök norskra útvegsmanna hafa farið fram á að norsk stjórnvöld biðji Íslendinga um aukinn aðgang að íslenskri lögsögu fyrir norsk loðnuveiðiskip á næstu vertíð. Ástæðan er sú að sumarloðnuveiðar eru ekki leyfðar að þessu sinni úr íslenska loðnustofninum.
Samkvæmt núgildandi samningum mega Norðmenn veiða allt að 35% af loðnukvóta sínum úr þessum stofni innan íslenskrar lögsögu.
Einnig hafa samtökin lagt til við norska sjávarútvegsráðuneytið að 3-4 skipum verði leyft að stunda tilraunaveiðar á loðnu í lögsögu Jan Mayen til þess að kortleggja stofninn þar og hagsmuni Norðmanna í því sambandi.