Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara, gekk í síðustu viku á fund byggðaráðs Norðurþings til að kynna stöðu áforma fyrirtækisins um vinnslu á stórþara úti fyrir Norðurlandi.

„Við þurfum einhvers staðar að vera og vorum að biðja um að aðstöðu en það hefur ekki verið tekin afstaða til þess,“ segir Magni um samskiptin við Norðurþing. Breyting hafi orðið í rekstri Íslandsþara.

Ónýtt verðmæti í sjónum

Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara.
Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara.

„Við vorum í samstarfi við skoska aðila sem voru með hugmyndir um að byggja fullvinnsluverksmiðju á efni sem er í stórþara. Því samstarfi hefur verið slitið af okkur þannig að nú erum við með aðra nálgun. Það er búið að vera að vinna í því hvernig sú nálgun er og hvort hún er raunhæf. Við erum með ákveðnar hugmyndir um vinnslu og hvað við ætlum að gera,“ segir Magni sem kveður of snemmt að ræða áformin frekar.

Íslandsþari fékk vinnsluleyfi fyrir stórþara í lok árs 2021 sem gildir til 2028 og sem Magni segir fyrirtækið vænta að fá endurnýjað.

„Við viljum nýta þetta leyfi sem við höfum og skapa verðmæti í íslenskum stórþara sem ekki hafa verið nýtt áður,“ segir Magni.

Að rækta garðinn sinn

Áætluð vinnslusvæði eru innan blá línanna út fyrir landi vestur af Skjálfanda. Mynd/Íslandsþari
Áætluð vinnslusvæði eru innan blá línanna út fyrir landi vestur af Skjálfanda. Mynd/Íslandsþari

Í leyfinu felst að Íslandsþari má taka tvö prósent af þeim tveimur milljónum tonna af stórþara sem fyrirtækið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun mældi á tilteknu svæði fyrir Norðurlandi. Magnið sem má taka nemur því 40 þúsund tonnum.

Vinnsla á stórþara er þekkta erlendis. Hún hefur að sögn Magna til dæmis staðið í 40 til 50 ár í Noregi. Þar séu tekin 170 þúsund tonn árlega.

„Við erum með leyfi en við erum líka með þær skyldur á okkur að rannsaka áfram ásamt Hafrannsóknastofnun hvaða áhrif þetta hefur. Miðað við það sem maður hefur heyrt um þaragrisjun þá vex betur það sem eftir er. Ef maður rækta garðinn sinn þá vex betur á eftir,“ útskýrir Magni sem bendir einnig á í þessu samhengi að tíu prósent af stórþaranum skoli á land.

Efni í ísa og lyf

Efnin sem sóst er eftir í stórþara segir Magni fyrst og fremst vera algenöt og það sem kallað er biostimulant, eða gróðurhvetjandi efni, sem unnið sé úr samskonar hráefni úr Breiðafirði.

„Allur ís sem þú borðar er með algenöt og tannkrem líka. Þetta er gelmyndandi efni sem er einnig notað í lyfjaiðnaði. Okkar þari passar þar því gelið sem kemur úr íslenska stórþaranum er svo öflugt. Hann er með sérstakan styrk, svipað og norski stórþarinn, sem kemur af því að hér er mikið öldurót.“

Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara, gekk í síðustu viku á fund byggðaráðs Norðurþings til að kynna stöðu áforma fyrirtækisins um vinnslu á stórþara úti fyrir Norðurlandi.

„Við þurfum einhvers staðar að vera og vorum að biðja um að aðstöðu en það hefur ekki verið tekin afstaða til þess,“ segir Magni um samskiptin við Norðurþing. Breyting hafi orðið í rekstri Íslandsþara.

Ónýtt verðmæti í sjónum

Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara.
Magni Þór Geirsson, framkvæmdastjóri Íslandsþara.

„Við vorum í samstarfi við skoska aðila sem voru með hugmyndir um að byggja fullvinnsluverksmiðju á efni sem er í stórþara. Því samstarfi hefur verið slitið af okkur þannig að nú erum við með aðra nálgun. Það er búið að vera að vinna í því hvernig sú nálgun er og hvort hún er raunhæf. Við erum með ákveðnar hugmyndir um vinnslu og hvað við ætlum að gera,“ segir Magni sem kveður of snemmt að ræða áformin frekar.

Íslandsþari fékk vinnsluleyfi fyrir stórþara í lok árs 2021 sem gildir til 2028 og sem Magni segir fyrirtækið vænta að fá endurnýjað.

„Við viljum nýta þetta leyfi sem við höfum og skapa verðmæti í íslenskum stórþara sem ekki hafa verið nýtt áður,“ segir Magni.

Að rækta garðinn sinn

Áætluð vinnslusvæði eru innan blá línanna út fyrir landi vestur af Skjálfanda. Mynd/Íslandsþari
Áætluð vinnslusvæði eru innan blá línanna út fyrir landi vestur af Skjálfanda. Mynd/Íslandsþari

Í leyfinu felst að Íslandsþari má taka tvö prósent af þeim tveimur milljónum tonna af stórþara sem fyrirtækið í samstarfi við Hafrannsóknastofnun mældi á tilteknu svæði fyrir Norðurlandi. Magnið sem má taka nemur því 40 þúsund tonnum.

Vinnsla á stórþara er þekkta erlendis. Hún hefur að sögn Magna til dæmis staðið í 40 til 50 ár í Noregi. Þar séu tekin 170 þúsund tonn árlega.

„Við erum með leyfi en við erum líka með þær skyldur á okkur að rannsaka áfram ásamt Hafrannsóknastofnun hvaða áhrif þetta hefur. Miðað við það sem maður hefur heyrt um þaragrisjun þá vex betur það sem eftir er. Ef maður rækta garðinn sinn þá vex betur á eftir,“ útskýrir Magni sem bendir einnig á í þessu samhengi að tíu prósent af stórþaranum skoli á land.

Efni í ísa og lyf

Efnin sem sóst er eftir í stórþara segir Magni fyrst og fremst vera algenöt og það sem kallað er biostimulant, eða gróðurhvetjandi efni, sem unnið sé úr samskonar hráefni úr Breiðafirði.

„Allur ís sem þú borðar er með algenöt og tannkrem líka. Þetta er gelmyndandi efni sem er einnig notað í lyfjaiðnaði. Okkar þari passar þar því gelið sem kemur úr íslenska stórþaranum er svo öflugt. Hann er með sérstakan styrk, svipað og norski stórþarinn, sem kemur af því að hér er mikið öldurót.“