ff
Samtök norskra útvegsmanna hafa farið fram á það við norska sjávarútvegsráðuneytið að tvö þúsund tonna þorskkvóti, sem liggur á lausu, verði úthlutað til línuflotans, að því er fram kemur á vef samtakanna.
Ástæðan er sú að þar sem ekki eru stundaðar sumarloðnuveiðar við Grænland í ár þurfi Noregur ekki að láta Evrópusambandið hafa þorsk og ýsu í skiptum fyrir loðnu. Þá hefur línuflotinn misst tækifæri til að veiða við Færeyjar vegna makríldeilunnar. Þykir rétt að bæta þeim það upp vegna þess að línuveiðimenn hafa enga beina hagsmuni í makríldeilunni.