Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson EA veiddi mestan afla á síðasta fiskveiðiári. Skipið landaði 59.411 tonnum, samkvæmt tölum sem Fiskifréttir fengu frá Fiskistofu.

Frystitogarinn Brimnes RE er aflahæstur skuttogara á síðasta fiskveiðiári en skipið landaði þá 11.921 tonni miðað við afla upp úr sjó.

Jóhanna Gísladóttir ÍS veiddi mest allra skipa með aflamark ef uppsjávarskipin eru frátalin. Jóhanna landaði 4.785 tonnum á síðasta fiskveiðiári.

Aflahæstur smábáta á fiskveiðiárinu 2012/2013 er Fríða Dagmar ÍS með 1.924 tonn.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum en þar er birtur listi yfir aflahæstu skip og báta í hverjum útgerðarflokki á nýliðnu fiskveiðiári.