Uppsjávarskipið Vilhelm Þorsteinsson EA, flaggskip Samherja, skilaði 4.450 milljóna króna aflaverðmæti á nýliðnu ári sem er það langmesta sem íslenskt fiskiskip hefur fiskað fyrir nokkru sinni.

Þetta er 35% meira aflaverðmæti en árið áður, en þá fiskaði skipið fyrir 3,3 milljarða króna og þótt með ólíkindum. Árið þar á undan var aflaverðmæti Vilhelms 2.750 milljónir króna. Allar tölur miðast við FOB-verðmæti.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem komu út í dag.