Samherjaskipið Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa á árinu 2012 eða 4,4 milljörðum króna.

Alls náðu 15 skip því marki að veiða fyrir meira en tvo milljarða á nýliðnu ári, samkvæmt samantekt Fiskifrétta sem byggð er á upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá viðkomandi útgerðum.

Þrjú skip veiddu fyrir 3,3-3,4 milljarða króna hvert, en þau voru Aðalsteinn Jónsson SU, Guðmundur VE og Hákon EA.

Sjá nánar lista yfir 15 efstu skipin og samanburð við fyrra ár í nýjustu Fiskifréttum