Vigo á Spáni er ein mikilvægasta fiskihöfn í heimi. Á síðasta ári fóru um 835 þúsund tonn af fiski um höfnina sem er lítilsháttar aukning frá árinu áður, að því er fram kemur á fréttavefnum fis.com.
Um 776 þúsund tonn voru frosinn fiskur eða ferskur en 58 þúsund tonn voru niðursoðinn fiskur. Megnið af fiskinum kom í gámum.
Verðmæti fersks fisks jukust um 4,4% milli ára og námu um 210 milljónum evra (33,8 milljörðum ISK). Fiskur er mikilvægasta varan í hafnarstarfsemi Vigo en þar starfa um 7 þúsund manns.
Í Vigo er stærsti markaðurinn fyrir ferskan fisk á Spáni með 80 þúsund tonn seld af 235 þúsund tonnum í heild.