Stjórnvöld í Víetnam hafa samþykkt metnaðarfulla áætlun sem miðar að því að nútímavæða fiskvinnslu í landinu og auka útflutning sjávarafurða. Áformað er að verja jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna í þessu skyni og mun féð að hluta verða erlend lán og framlög frá fjárfestum í einkageiranum.

Markmiðið er að auka útflutning sjávarafurða um 3,5% á ári þannig að hann skili 10 milljörðum dollara árið 2020 eða sem svarar 1.170 milljörðum íslenskra króna. Sjávarvöruframleiðslan gæti þá orðið um tvær milljónir tonna á ári.

Áætlunin gerir ráð m.a. fyrir því að byggð verði ný fiskiðjuver og eldri fiskvinnsluhús endurnýjuð, frystigeymslum verði fjölgað og komið fyrir kælibúnaði um borð í fiskiskipum.