Víetnamar eru með stór áform um uppbyggingu í sjávarútvegi. Þeir stefna að því að flytja út um 1,6 milljónir tonna af sjávarafurðum árið 2015 að verðmæti 6,5 milljarða USD (728 milljarðar ISK) og 1,9 milljónir tonna árið 2020 að verðmæti 8 milljarðar USD (um 900 milljarðar ISK.)

Sérstök ráðgjafar- og þróunarstofnun heldur utan um þetta verkefni. Til að ná settu marki mun víetnamska ríkið veita fiskvinnslunni hagstæð lán til að bæta vinnslustöðvar og geymsluhús.

Árið 2009 voru 396 fiskvinnslufyrirtæki starfandi í Víetnam. Landið er í hópi tíu stærstu framleiðenda á sjávarafurðum í heiminum.

Heimild: www.seafoodsource.com