Opinberar tölur benda til að Víetnam hafi flutt út rækju til Bandaríkjanna fyrir ríflega einn milljarð Bandaríkjadali, sem samsvarar 120 milljörðum í íslenskum krónum, á fyrstu sex mánuðum þessa árs.

Talið er að draga muni úr innflutningi á frosinni rækju til Bandaríkjanna frá Víetnam og sex öðrum löndum á seinni hluta ársins vegna gagnrýni á opinbera styrki til innflutningsins. Í kjölfarið er hugsanlegt að lagðir verði nýir skattar á innflutninginn að því er segir á seafoodsource.com.

Áætlanir gera ráð fyrir að heildarútflutningur á rækju frá Víetnam á þessu ári muni nema 2,4 miljörðum Bandaríkjadala sem jafngildir 288 miljörðum króna. Til samanburðar ná nefna að heildaútflutningur íslenskra sjávarafurða á síðasta ári nam tæpum 270 miljörðum króna.