Eldi á pangasius á Mekong Delta svæðinu í Víetnam mun vaxa í 2 milljónir tonna fram til ársins 2020 samkvæmt nýrri áætlun fyrir svæðið sem stjórnvöld hafa samþykkt.

Mekong Delta er syðsti hlut Víetnams og verður það mikilvægasta svæðið í eldi á pangasius í landinu. Útflutningur frá svæðinu mun fara í 900 þúsund tonn að verðmæti 3 milljarðar dollara (375 milljarðar íslenskra króna). Eldið fer fram á 13 þúsund hektara svæði og mun skapa 25 þúsund störf.

Pangasiusverkefnið hefur verið samþykkt af forsætisráðherra Víetnam og er það gert til að auka samkeppnishæfni svæðisins. Landbúnaðarráðuneytinu hefur verið falið að vinna með yfirvöldum á svæðinu til að hafa eftirlit með framleiðslu á pangasius og markaðsmálum.