Fríverslunarsamningur Íslands og Kína, sem tók gildi árið 2014, hefur að mati Þóris Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, virkað mjög vel fyrir báða aðila. Á þeim tíma sem samningurinn tók gildi hafa viðskipti milli landanna rúmlega tvöfaldast. Íslendingar hafa forskot á helstu samkeppnisþjóðir, eins og Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga, sem nú sækja stíft inn á Kínamarkað með sjávarafurðir, þar sem þær þjóðir eru ekki með fríverslunarsamninga við Kína.

„Kína er núna stærsti markaður Íslands í Asíu. En ekki má gleyma í þessu sambandi að innflutningur frá Kína til Íslands hefur aukist líka. Kína er þannig sjötta stærsta útflutningsríkið til Íslands í heildina tekið. Stærsti vöruflokkurinn í útflutningi okkar til Kína eru sjávarafurðir en útflutningurinn er sveiflukenndur eftir vertíðum hérna heima. Þegar loðna veiðist er markaðurinn þar stór og ræðst stærð markaðarins því talsvert af uppsjávarfiskveiðum við Ísland,“ segir Þórir.

Grimm samkeppni frá Norðmönnum

Hann segir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standi frammi fyrir vaxandi samkeppni í Kína. Norðmenn séu að gera sig mjög gildandi á markaðnum sem og Færeyingar og Grænlendingar.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU

„Þessar þrjár þjóðir eru allar með mjög grimma markaðssetningu en þær eru ekki með fríverslunarsamning eins og við. Norðmenn eru að vinna að gerð fríverslunarsamnings við Kína en það hefur gengið mjög hægt. Færeyingar og Grænlendingar eru með sérsamninga en það eru ekki fríverslunarsamningar í þeim skilningi. Við erum því einir þessara þjóða með fríverslunarsamning og stöndum því markaðslega betur. En ég hef séð markaðskynningarnar hjá þessum þjóðum og þær valda mér ákveðnum áhyggjum. Stærsta vöruinnflutningssýning í Kína er í Sjanghæ í nóvember. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki tekið þátt í henni en Norðmenn eru mjög sýnilegir á þessum sýningum þar sem þeir kynna fyrst og fremst lax eins og Færeyingar meðan Grænlendingar kynna fyrst og fremst kaldsjávarrækjuna sína,“ segir Þórir.

Í tengslum við fríverslunarsamninginn eru gerðar bókanir sem lúta að hollustuháttum sem eru forsendur fyrir því að geta flutt inn matvæli. Ekki hefur verið gengið frá bókunum um hollustuhætti fyrir aðrar villtar sjávarafurðir frá Íslandi, eins og sæbjúgu og sæeyru. Þórir segir að unnið sé að undirbúningi bókunar fyrir þessar afurðir. Þarna gætu leynst viðbótar möguleikar fyrir útflutningi á sjávarafurðum til Kína.

„Kína er stór markaður og góður markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir sem viðbótarmarkaður,“ segir Þórir.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína, sem tók gildi árið 2014, hefur að mati Þóris Ibsen, sendiherra Íslands í Kína, virkað mjög vel fyrir báða aðila. Á þeim tíma sem samningurinn tók gildi hafa viðskipti milli landanna rúmlega tvöfaldast. Íslendingar hafa forskot á helstu samkeppnisþjóðir, eins og Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga, sem nú sækja stíft inn á Kínamarkað með sjávarafurðir, þar sem þær þjóðir eru ekki með fríverslunarsamninga við Kína.

„Kína er núna stærsti markaður Íslands í Asíu. En ekki má gleyma í þessu sambandi að innflutningur frá Kína til Íslands hefur aukist líka. Kína er þannig sjötta stærsta útflutningsríkið til Íslands í heildina tekið. Stærsti vöruflokkurinn í útflutningi okkar til Kína eru sjávarafurðir en útflutningurinn er sveiflukenndur eftir vertíðum hérna heima. Þegar loðna veiðist er markaðurinn þar stór og ræðst stærð markaðarins því talsvert af uppsjávarfiskveiðum við Ísland,“ segir Þórir.

Grimm samkeppni frá Norðmönnum

Hann segir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standi frammi fyrir vaxandi samkeppni í Kína. Norðmenn séu að gera sig mjög gildandi á markaðnum sem og Færeyingar og Grænlendingar.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU

„Þessar þrjár þjóðir eru allar með mjög grimma markaðssetningu en þær eru ekki með fríverslunarsamning eins og við. Norðmenn eru að vinna að gerð fríverslunarsamnings við Kína en það hefur gengið mjög hægt. Færeyingar og Grænlendingar eru með sérsamninga en það eru ekki fríverslunarsamningar í þeim skilningi. Við erum því einir þessara þjóða með fríverslunarsamning og stöndum því markaðslega betur. En ég hef séð markaðskynningarnar hjá þessum þjóðum og þær valda mér ákveðnum áhyggjum. Stærsta vöruinnflutningssýning í Kína er í Sjanghæ í nóvember. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ekki tekið þátt í henni en Norðmenn eru mjög sýnilegir á þessum sýningum þar sem þeir kynna fyrst og fremst lax eins og Færeyingar meðan Grænlendingar kynna fyrst og fremst kaldsjávarrækjuna sína,“ segir Þórir.

Í tengslum við fríverslunarsamninginn eru gerðar bókanir sem lúta að hollustuháttum sem eru forsendur fyrir því að geta flutt inn matvæli. Ekki hefur verið gengið frá bókunum um hollustuhætti fyrir aðrar villtar sjávarafurðir frá Íslandi, eins og sæbjúgu og sæeyru. Þórir segir að unnið sé að undirbúningi bókunar fyrir þessar afurðir. Þarna gætu leynst viðbótar möguleikar fyrir útflutningi á sjávarafurðum til Kína.

„Kína er stór markaður og góður markaður fyrir íslenskar sjávarafurðir sem viðbótarmarkaður,“ segir Þórir.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Kína. FF MYND/GUGU