Hafnar eru viðræður milli Sjómannasambands Íslands og Landssambands smábátaeigenda um kjarasamning fyrir sjómenn á smábátum. Viðræðurnar hófust að frumkvæði Sjómannasambandsins. Fyrsti fundurinn var haldinn á miðvikudag í síðustu viku þar sem farið var yfir stöðuna og annar fundur hefur verið ákveðinn 21. nóvember.

Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambandsins sagði í samtali við ríkisútvarpið  að slysa- og veikindaréttur samkvæmt sjómannalögum væri mun lakari en sá réttur sem tryggður væri í kjarasamningum. Því hefðu samningslausir smábátasjómenn áhyggjur af stöðu sinni.

Sjá nánar á vef Ríkisútvarpsins.