Á fundi hagsmunasamtaka sjómanna og útvegsmanna sem haldinn var 6. janúar 2025, var ákveðið að breyta viðmiðunarverði samkvæmt kjarasamningum. Slægður þorskur 4 kg hækkar um 8% og fer í 426,75 kr., óslægður þorskur, 5 kg, hækkar sömuleiðis um 8% og fer í 401,14 kr.

Mesta hækkun verður á viðmiðunarverði ýsu. Slægð ýsa, 2 kg, hækkar um 11,1% og fer í 224 kr. og óslægð ýsa, 2,5 kg, hækkar sömuleiðis um 11,1% og fer í 233,24 kr.

Viðmiðunarverð verður óbreytt á karfa, og slægðum og óslægðum ufsa.

Viðmiðunarverðið nær til afla sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila. Breytingin tekur gildi 6. janúar 2025.