,,Þótt Hafrannsóknastofnunin hafi ekki lagt fram mat sitt á þorskstofninum sýnist mér mega lesa af gögnum úr togararallinu að viðmiðunarstofninn sé vel yfir milljón tonn en spáin fyrir einu ári var 902 þúsund tonn. Þetta eru mjög jákvæð tíðindi,” sagði Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ, þegar Fiskifréttir inntu hann álits á niðurstöðum togararallsins.

Friðrik sagði að samkvæmt þessu myndi þetta leiða til aflaaukningar á næsta fiskveiðiári samkvæmt aflareglu. Ætla mætti að kvótinn yrði á milli 180-190 þúsund tonn.