Var ýmist í yfirborði sjávar eða á miklu dýpi, allt niðri á 280 metrum
Ljósmynd: Aðsend mynd
Deila
Rauðmagi sem merktur var með rafeindamerki fyrir norðan Skaga í vorralli Hafrannsóknastofnunar veiddist 19 dögum síðar norðan við Drangsnes. Frá þessu er greint á vef
BioPol
sem annast rannsóknir á hrognkelsum í samstarfi við Hafró.
Meðfylgjandi eru myndir af vef BioPol sem sýna annars vegar hvar rauðmaginn var merktur og hvar hann veiddist og hins vegar línurit af ferðum hans upp og niður í sjónum.