Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur aukið aflamark í síld (íslenskri sumargotssíld) um 5 þúsund lestir, úr 150 í 155 þúsund lestir.

Jafnframt hefur veiðitímabilið verið framlengt til 31. ágúst 2008. Fiskistofa hefur úthlutað ofangreindu aflamarki, og kemur aflamarksstaða eftir viðbótarúthlutun fram HÉR .

Þessi úthlutun mun vera tilkomin vegna þess að skip sem nú eru að veiða norsk-íslenska síld fyrir austan land hafa fengið íslenska sumargotssíld blandaða með í afla en hafa ekki kvóta fyrir henni.