Vestri BA 63 kom til hafnar á Patreksfirði í gærmorgun eftir miklar viðgerðir og endurbætur vegna bruna í byrjun nóvember s.l. Skipt var um allar innréttingar og tæki í brú, hluta innréttinga í íbúðum, rafkerfi skipsins var endurnýjaða að hluta og fleira.
Á heima síðu Odda hf. segir að viðgerðin hafi gengið vel og menn séu ánægðir með útkomuna.
Vestri BA átti að fara á veiðar á ný í dag.