Aflaverðmæti fyrstu fimm mánuði ársins á Vestfjörðum var ríflega 1.950 milljónir króna, og er það nokkur samdráttur frá árinu áður þegar aflaverðmæti var 2.111 milljónir króna, eða upp á heil 10 prósent að því er fram kemur á www.bb.is .
Afli var töluvert minni þessa mánuði ársins í ár en í fyrra. Frá janúar fram í maí í ár komu 14.031 tonn á land á Vestfjörðum, en sömu mánuði árið áður voru þau 17.912 tonnin sem landað var í fjórðungnum. Allur afli var veiddur á Íslandsmiðum.
Tölur þessar koma frá Hagstofu Íslands. Tölurnar eru bráðabirgðatölur úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum.