Alls eru 8,58% útgefins kvóta skráður í vestfirskum höfnum samkvæmt yfirliti Fiskistofu. Vestfirski vefmiðillinn BB skýrir frá.

Alls eru 27.568 tonn skráð í vestfirskum höfnum, mælt í þorskígildum.

Bolungavík er kvótahæsta höfnin með tæplega 8.000 tonn en í reynd er Ísafjarðarhöfn með 10.435 tonn ef lagður er saman kvótinn í Hnífdal og á Ísafirði. Fjórða hæsta höfnin er Patrekshöfn með 3.677 tonn og Tálknafjörður er í fimmta sæti með 1.784 tonn.