Hagur sjávarútvegsfyrirtækja var góður á árinu 2015 en útlitið er ekki eins gott fyrir árin 2016 og 2017. Þetta kom fram í erindi sem Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, flutti á Sjávarútvegsráðstefnunni í síðustu viku.

Árið 2015 nam framlegð í sjávarútvegi 71 milljarði. Hallveig sagði að nú væru komnar allt aðrar forsendur en voru þá. Samkvæmt áætlun SFS myndi framlegð í sjávarútvegi á árinu 2016 lækka um 17 milljarða, eða um 24%. Vegna hugsanlegs loðnubrests liti árið 2017 enn verr út. Þá væri gert ráð fyrir að framlegð væri 28,5 milljörðum lægri en 2015, sem er 40% lækkun á tveimur árum.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum sem koma út í dag.